Mun biðja drottninguna afsökunar

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands AFP

Forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, ætlar að biðja Elísabetu Englandsdrottningu persónulega afsökunar á ummælum sínum um að hún hafi bókstaflega malað þegar hann hringdi í hana til þess að tilkynna um niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Skotlandi. Breskir fjölmiðlar greina frá þess í dag.

Sem kunn­ugt er höfnuðu Skot­ar sjálf­stæði í at­kvæðagreiðslunni. Um 55% kjós­enda vildi vera áfram hluti af Bretlandi á meðan 45% studdu sjálf­stæði. 

Ca­meron lét um­mæl­in falla í sam­tali við Michael Bloom­berg, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóra New York, en sjón­varpstöku­menn Sky News tóku upp sam­talið upp á meðan þeir voru að fylgja eft­ir Ca­meron og Bloom­berg í Bloom­berg-bygg­ing­unni í New York. 

Ca­meron sagði við Bloom­berg að hann hefði hringt í Breta­drottn­ingu til að láta hana vita að kosn­ing­in hefði endað vel. „Hún malaði alla leið í gegn­um lín­una. Ég hef aldrei heyrt neinn gleðjast jafn mikið,“ sagði breski for­sæt­is­ráðherr­ann. 

Cameron segist dauðskammast sín og sé algjörlega miður sín yfir þessu. Um einkasímtal hafi verið að ræða og hann hafi ekki átt að greina frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert