Myndir urðu ráðherra af falli

Brooks Newmark sagði af sér ráðherraembætti í dag.
Brooks Newmark sagði af sér ráðherraembætti í dag.

Ráðherra í ríkisstjórn Bretlands sagði af sér í dag eftir að upplýst var að dagblaðið Sunday Mirror ætlaði að birta myndir sem hann sendi af sjálfum sér til konu sem hann var í samskiptum við á netinu.

Brooks Newmark tók við ráðherraembætti í júlí, en hann hefur verið þingmaður Íhaldsflokksins síðan 2005. Hann er kvæntur og fimm barna faðir.

Í frétt Sunday Mirror segir að Newmark hafi sent myndir af sjálfum sér eftir að hann átti í tölvusamskiptum við blaðamann sem vilti á sér heimildir. Blaðið segir að myndirnar séu dónalegar en á þeim sé Newmark í náttfötum.

Flokksþing breska Íhaldsflokksins hefst í dag. Þingið fer ekki vel af stað fyrir David Cameron forsætisráðherra. Newmark sagði af sér í dag og í dag gekk einn þingmaður úr flokknum og gekk til liðs við UKIP (breska Sjálfstæðisflokkinn). Mark Reckless sagðist ætla að segja af sér þingmennsku, en lýsti jafnframt því yfir að hann ætlaði að bjóða sig fram fyrir UKIP. Það verða því fljótlega aukakosningar í kjördæmi hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert