Enn á eftir að finna sextán lík

Leit hefur gengið erfiðlega vegna mikillar gasmengunar.
Leit hefur gengið erfiðlega vegna mikillar gasmengunar. AFP

Talið er að enn eigi eftir að finna lík sextán fjallgöngumanna á eldfjallinu Ontake í Japan sem voru þar þegar gos hófst síðastliðinn laugardag.

47 lík hafa fundist á fjallinu í björgunaraðgerðum síðustu daga. Leit hefur gengið erfiðlega vegna mikillar gasmengunar.

Nokkur óvissa hefur verið með fjölda þeirra sem voru á fjallinu þegar gosið hófst og þar af leiðandi hversu mörgum lík hafa ekki fundist.

Rætt hefur verið við göngufólk og fjölskyldur þeirra, ásamt því að skýrslur þeirra sem leggja á fjallið hafa verið kannaðar. 

Þorpsbúar telja aftur á móti að miklu fleiri hafi verið á fjallinu þegar gosið hófst þar sem aðeins hluti af þeim sem fara á fjallið tilkynna um ferðir sínar.

Tala látinna komin í 43

Gýs Fuji næst?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert