Rob Ford: „Ég á helmings lífslíkur“

Rob Ford, hinn umdeildi borgarstjóri Toronto.
Rob Ford, hinn umdeildi borgarstjóri Toronto. Mynd/AFP

Rob Ford, hinn umdeildi borgarstjóri Toronto-borgar í Kanada, segir lækna hafa greint honum frá því að hann eigi aðeins helmings lífslíkur eftir að hann greindist með mjúkvefjaæxli í maganum. 

Ford hefur neitað að segja af sér sem borgarstjóri þrátt fyrir veikindin og ýmis vafasöm mál sem upp hafa komið. Meðal annars hefur hann viðurkennt að hafa reykt krakk og fór hann í kjölfarið í meðferð gegn eiturlyfjafíkn. 

Í kjölfar veikindanna ákvað hann þó að hætta við að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórnarkosningunum í Toronto nú í október. Þess í stað ákvað bróðir hans, Doug Ford sem einnig situr í borgarstjórn, að bjóða sig fram í hans stað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert