Elding varð 11 að bana

Svona var umhorfs á svæðinu eftir að eldingunum laust niður.
Svona var umhorfs á svæðinu eftir að eldingunum laust niður. AFP

Elding varð ellefu Kólumbíumönnum að bana og slasaði fimmtán. Um var að ræða leiðtoga Wiwa-þjóðarbrotsins, sem höfðu komið saman til þings í fjalllendi í norðurhluta landsins.

Yfirvöld í Kólumbíu segja að leiðtogar Wiwa-fólksins hafi verið á fundi er „náttúrufyrirbrigðið átti sér stað.“ Samtök frumbyggja í Kólumbíu segja að hópurinn hafi verið að framkvæma trúarlega athöfn er eldingum laust niður.

Við slíkar athafnir er sungið og íhugað til að reyna að losna við neikvæða orku, m.a. þá sem steðjar að þjóðarbrotinu vegna loftslagsbreytinga.

Herdeild sem var við störf í nágrenninu flutti hina slösuðu á sjúkrahús. Flestir höfðu fengið 2. og 3. stigs brunasár. 

Veðurfræðingar segja að eldingarnar hafi orðið vegna þess að loftið hlýnaði skyndilega aðfararnótt sunnudags og loftþrýstingur lækkaði

Fimmtán voru fluttir á sjúkrahús.
Fimmtán voru fluttir á sjúkrahús. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert