Malala heiðursborgari Kanada

Malala Yousafzai
Malala Yousafzai AFP

Malala Yousafzay, sem hljóta mun friðarverðlaun Nóbels í ár, verður gerð að heiðursborgara Kanada 22. október næstkomandi. Frá þessu greindi Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada, í dag.

„Fyrir hönd Kanadamanna allra, óska ég Malölu og Satyarthi til hamingju [með friðarverðlaun Nóbels] sem þau fá fyrir óþreytandi mannúðarstarf í þágu barna og réttinda þeirra, og fyrir að færa kastljós heimsins á sömu málefni,“ sagði Harper. „Einnig er það mér sönn ánægja að tilkynna um heimsókn Malölu til Kanada 22. október næstkomandi. Tilhlökkun fylgir heimsókninni og tækifærinu til að fjalla um baráttu hennar fyrir menntun barna.“ 

Malala verður sjötti heiðursborgari Kanada en meðal annarra eru Dalai Lama, Nelson Mandela og Aung San Suu Kyi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert