Er kafbáturinn kannski hollenskur?

AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið segir í Twitter færslu í morgun að kafbáturinn, sem er leitað í sænska skerjagarðinum, sé hollenskur ekki rússneskur. Þetta kannast hollensk yfirvöld hins vegar ekki við og neita því alfarið, samkvæmt frétt Svenska dagbladet.

Blaðið hefur fjallað ítarlega um leitina alla helgina og gerir enn. Samkvæmt frétt blaðsins hefur öll skipaumferð verið bönnuð á hluta leitarsvæðisins en enn hefur hvorki fundist tangur né tetur af meintum kafbát.

Hér er hægt að fylgjast með stöðugum Twitter færslum SvD um leitina í skerjagarðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert