Hollendingar kannast ekkert við kafbátinn

AFP

Stjórnvöld í Hollandi kannast ekkert við hollenskan kafbát utan við strendur Svíþjóðar. Rússar höfðu gefið í skyn að sænskir skattgreiðendur gætu sparað sér fúlgur fjár með því að hætta leitinni og heyra í hollenskum stjórnvöldum.

Hollendingar segja hins vegar að hollenskir kafbátar séu ekki undan ströndum Svíþjóðar. „Við tókum þátt í heræfingu með sænska sjóhernum, en þeim lauk í síðustu viku,“ segir Marnoes Visser, talskona hollenska varnarmálaráðuneytisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert