Nóg af mat í geimstöðinni

Ómannaða geimflaugin sem sprakk í flugtaki frá Virginíu í gær var aðeins að fara sína fimmtu ferð út í geiminn. Sprengingin varð aðeins 15 sekúndum eftir flugtak frá Wallops-flug­miðstöð NASA. Enn er ekki vitað hvað olli sprengingunni.

Geimfarið var á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS, með birgðir. Þetta átti að verða þriðja ferð þess til geimstöðvarinnar. Ekkert neyðarástand skapast í alþjóðlegu geimstöðinni þó að geimflaugin hafi sprungið í loft upp í gær. Nóg er af vistum í geimstöðinni, svo miklar reyndar að þær myndu endast vel fram á næsta ár. 

Flugtakið virtist alveg eðlilegt í fyrstu. En svo magnaðist útblástursstrókurinn úr farinu skyndilega og eldur læsti sig í stóran hluta geimfarsins svo úr varð sprenging. Neðsti hluti flaugarinnar féll svo fljótlega til jarðar og brot úr honum þeyttust út í loftið og lýstu upp næturhimininn.

Mikið eignatjón varð en enginn slasaðist. 

Enn er ekki ljóst hvað olli sprengingunni en unnið er að rannsókn. Í frétt CBS- sjónvarsstöðvarinnar segir að sjálfseyðingarbúnaður flaugarinnar hafi kveikt á sér en ekki ljóst hvort hann olli almennt bilun í flauginni sem varð til þess að hún sprakk og hrapaði.

Fyrirtækið Orbital Sciences Corp. átti flaugina en hafði gert samning upp á tæpa 2 milljarða dollara um afhendingu á birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar til ársins 2016. Fyrirtækið hefur haft uppi hugmyndir um að bjóða upp á ferðalög um geiminn.

Frétt mbl.is:

Sprakk í beinni útsendingu

mbl.is
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik, S. 7660348 , Alena...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...