Vilja fá aðgang að brotlendingarstað MH17

Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri …
Frá brotlendingarstað vélar Malaysia Airlines, flugleið MH17, á engi nærri þorpinu Grabove, í Donetsk héraði. AFP

Leiðtogar Malasíu og Hollands hétu því í dag að halda áfram að þrýsta á að fá aðgang að svæðinu þar sem MH17, farþegavél Malaysia Airlines, brotlenti eftir að hún var skotin niður í Úkraínu í sumar.

193 hollenskir ríkisborgarar og 44 malasískir létu lífið.

Najib Razak, forsætisráðherra Malasíu, segir að forgangsatriði sé að fá brak vélarinnar. Þá á enn eftir að bera kennsl á nokkra farþega vélarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert