Vilja hefna vegna dauða Yöru

Yara fannst látin á heimili sínu.
Yara fannst látin á heimili sínu. Skjáskot af Expressen.

„Bróðir minn minn drap bæði mig og dóttur mína.“ Þetta sagði móðir Yöru, litlu stúlkunnar sem fannst látin á heimili sínu í Svíþjóð fyrr á þessu ári, er hún bar vitni fyrir sænskum dómstólum í gær.

Bróðir konunnar og eiginkona hans eru bæði grunuð um að bera ábyrgð á andláti stúlkunnar. Þau eru 32 og 31 árs. Mohammed Alnajjar, faðir Yöru bar fyrst vitni og síðan tók Madleen Alnajjar, móðir Yöru, við.

Mohammed hefur dvalið í Svíþjóð frá því í byrjun júní en Madleen kom til landsins fyrir nokkrum dögum. Hún skalf og grét þegar hún sagði frá síðustu mánuðum. „Hvað á maður að segja um litla stúlku sem er varnarlaus, þegar það finnast 255 brot og aðrir áverkar á líkama hennar,“ spurði móðir Yöru.

„Ég hefði aldrei trúað því að nokkur gæti gert svona lagað. Að blóð dóttur minnar sé í öllu húsinu,“ sagði Madleen.

Móðir Yöru telur að bróðir hennar hafi ekki myrt hana, heldur beri eiginkona hans ábyrgð á morðinu. Hún áfellist þó bróður sinn fyrir að hafa ekki stöðvað ofbeldið. Sagði hún að morðið hefði haft áhrif á margar fjölskyldur.

Þegar hún var beðin um að útskýra nánar hvað hún ætti við með þessu sagði hún að fjölskylda Mohammed Alnajjar, föður Yöru, vildi nú leita hefnda gagnvart fjölskyldu hennar og bróður hennar sem situr nú í gæsluvarðhaldi. Óttast hún meðal annars að börnin hennar tvö verði tekin af henni og Mohammed.

Nú dvelja foreldrar Yöru í Svíþjóð ásamt börnunum tveimur. Móðir Yöru segist óttast að fara aftur til Gaza, að þá verði eiginmaður hennar neyddur til að sækja um skilnað.

Aftonbladet fjallar um málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert