Fjarlægja brak MH17

Vinna við að fjarlægja brak malasísku farþegavélarinnar MH17 þaðan sem …
Vinna við að fjarlægja brak malasísku farþegavélarinnar MH17 þaðan sem hún brotlenti í júlí er hafin. AFP

Vinna við að fjarlægja brak malasísku farþegavélarinnar MH17 þaðan sem hún brotlenti í júlí er hafin. BBC, Breska ríkisútvarpið, hefur þetta eftir yfirvöldum í Hollandi. Brakið verður flutt til Hollands til rannsóknar.

Erfitt hefur reynt að kanna brakið síðustu mánuði en átök geisa á svæðinu auk þess sem uppreisnarmenn hafa hindrað aðgang. Talið er að nokkra daga muni taka að fjarlægja brakið af svæðinu.

298 manns voru um borð í vélinni, flestir frá Hollandi. Vélin var skotin niður þegar hún var á flugi yfir Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert