Brak MH17 hefur verið fjarlægt

Vinna við að fjarlægja brakið tók viku.
Vinna við að fjarlægja brakið tók viku. AFP

Vinnu við að fjar­lægja brak malasísku farþega­vél­ar­inn­ar MH17 þaðan sem hún brot­lenti í júlí eftir að hafa verið skotin niður er lokið. AFP-fréttaveitan hefur þetta eftir yfirvöldum í Hollandi. Unnið er nú að því að flytja brakið til Hollands til rannsóknar.

Brakið er nú á leið í átt að Kharkiv í Úkraínu með lest, en stærri hlutar voru fluttir til borgarinnar með flutningabílum í gær. Flutningur til Hollands verður svo undirbúinn á næstu dögum.

Erfitt reyndist að kanna brakið eftir að vélin brotlenti, en átök geisa á svæðinu auk þess sem upp­reisn­ar­menn hindruðu aðgang. Vinna við að fjarlægja brakið gat því ekki hafist fyrr en fyrir viku.

Vél­in var skot­in niður þegar hún var á flugi yfir Úkraínu. 298 manns voru um borð í vél­inni, flest­ir frá Hollandi.

Á myndinni má sjá svæðið þar sem vélin brotlenti.
Á myndinni má sjá svæðið þar sem vélin brotlenti. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert