Drónar flækjast fyrir flugi

Flygildi á flugi.
Flygildi á flugi. AFP

Eftir því sem fjarstýrð flygildi hafa orðið algengari því oftar gerist það að þau þvælist fyrir stærri mönnuðum loftförum. Samkvæmt upplýsingum bandarískra flugmálayfirvalda hefur verið tilkynnt um 25 slík tilfelli frá 1. júní.  Árekstur flugvélar og flygildis gæti endað með stórslysi.

Það eru flugumferðarstjórar, einkaflugmenn og flugmenn stórra farþegaflugvéla sem hafa tilkynnt tilvik af þessu tagi. Þá voru lítil flygildi aðeins nokkrum sekúndum frá því að rekast á mun stærri loftför. Mörg tilfellanna áttu sér stað við lendingu eða flugtak á stærri flugvöllum.

Flugmálastofnunin viðurkennir nú að flygildin ógni flugöryggi í mun meira mæli en áður hafði verið talið. Alls hafa borist 175 tilkynningar um að sést hafi til flygilda í nágrenni við flugvelli eða þar sem takmarkanir gilda á loftrými.

Þrátt fyrir að flygildin séu yfirleitt lítil og létt segja sérfræðingar í flugöryggi að þau geti auðveldlega valdið slysi ef þau rekast í skrúfu flugvélar eða sogast inn í þotuhreyfil. Flugmálastofnunin hefur hins vegar verið undir miklum þrýstingi að lögleiða flygildi og leyfa þeim að fljúga í lofthelginni frá framleiðendum þeirra og stjórnmálamönnum.

Frétt The Washington Post af tilkynningum um flygildin

mbl.is
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage downtown Reykjavik. S. 7660348, Alena...
Dekk til sölu
Ný ónotuð sumardekk til sölu, tilboð óskast. Stærð 225-45-17, þetta er dýr dekkj...
Málun bílastæða
Vertíðin hafin leitið tilboða: S: 551 4000 - verktak@verktak.is eða á http...
Verktaki á sendibíl í öll verkefni
Hringið og fáið TILBOÐ...