Munu kjósa um innflytjendur

Mattias Karlsson, núverandi leiðtogi Svíþjóðardemókratanna.
Mattias Karlsson, núverandi leiðtogi Svíþjóðardemókratanna. mbl.is/AFP

Flokkur Svíþjóðardemókrata vill að fyrirhugaðar þingkosningar í mars verði einskonar þjóðaratkvæðagreiðsla um innflytjendur. Þessu greinir frá á vef sænska ríkisútvarpsins.

„Við höfum það sem þarf í sterka kosningaherferð,“ sagði Matthias Karlsson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata á blaðamannafundi eftir að forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, greindi frá ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að halda kosningar þann 22. mars.

Sagði Karlsson að innflytjendur slíti Svíþjóð í sundur og að flokkurinn hafi kosið gegn fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar með það fyrir augum að gefa hinum „þögla meirihluta“rödd í málefnum innflytjenda.

„Þessar kosningar verða tækifæri fyrir þetta fólk til að láta rödd sína heyrast. Við munum í raun einblína alfarið á þetta mál,“ sagði Karlsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert