Minningu Mandela haldið á lofti

Suður-Afríkumenn minnast þess á morgun að eitt ár er frá andláti Nelson Mandela, fyrrverandi forseta landsins. Misjafnt er hvernig íbúar landsins kjósa að minnast Mandela en meðal annars hefur borið á mikilli fjölgun húðflúra af frelsishetjunni.

Mandela lést 5. desember í fyrra í kjölfar erfiðra veikinda, 95 ára að aldri. Mandela var fyrsti hörundsdökki forseti landsins og gegndi hann embættinu frá 1994-1999. Heilsu hans hafði farið hrakandi undanfarin ár og var hann lagður inn á spítala í Pretoríu vegna lungnasýkingar 8. júní í fyrra þar sem hann dvaldi fram að dánardegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert