Flakið loks flutt til Hollands

Frá vettvangi flugslyssins í sumar.
Frá vettvangi flugslyssins í sumar. AFP

Flak malasísku farþegaþotunnar sem hrapaði í austurhluta Úkraínu 17. júlí kemur til Hollands á morgun. 298 voru um borð og fórust allir. Flestir farþeganna voru hollenskir ríkisborgarar.

Flakið hefur verið tekið í sundur en vélin verður endurbyggð vegna rannsóknar á slysinu. Flakið er væntanlegt til herstöðvar í Gilze-Rijen kl. 13 á morgun, þriðjudag. 

Úkraínustjórn og Vesturveldin saka Rússa um að hafa látið uppreisnarmenn í austurhluta Úkraínu fá vopn sem hafi verið notuð til að skjóta vélina niður.

Hollensk yfirvöld munu nú rannsaka ítarlega hvað olli slysinu. Enn á eftir að bera kennsl á mörg líkanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert