Yfirheyra 11 vegna hvarfs Madeleine

Madeleine McCann
Madeleine McCann PA

Sendinefnd frá bresku lögreglunni er komin til Portúgals þar sem hún mun taka þátt í yfirheyrslum yfir ellefu manns í tengslum við hvarf Madeleine McCann fyrir sjö árum. Um er að ræða samstarfsverkefni bresku og portúgölsku lögreglunnar.

Yfirheyrslurnar fara fram í Algarve-héraði en McCann hvarf þar úr hótelíbúð hinn 3. maí árið 2007. Um er að ræða fólk sem býr á þessu svæði sem gæti veitt upplýsingar um hvarfið, að því er fram kemur í frétt Guardian.

Madeleine var þriggja ára þegar hún hvarf en foreldrar hennar voru á veitingastað skammt frá íbúðinni þegar henni var rænt. Portúgalska lögreglan hætti rannsókn á hvarfinu árið 2008 en þremur árum síðar tók breska lögreglan við keflinu og hefur haldið áfram rannsókninni síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert