Fimmtán stúlkur létust í árás

Ungir mótmælendur í borginni Aden í Jemen í gær.
Ungir mótmælendur í borginni Aden í Jemen í gær. AFP

Fimmtán skólastúlkur létu lífið í í sprengjuárás í Jemen í dag, en stúlkurnar voru um borð í rútu þegar bílsprengja sprakk. Talið er að liðsmenn al-Qaeda á Arabíuskaganum beri ábyrgð á árásinni en henni var beint að heimili leiðtoga skæruliðahóps sjíta-múslima. 

Auk stúlknanna létust tíu manns er bíll sprakk fyrir utan heimili Abdallah Idriss sem er leiðtogi uppreisnarhóps sjíta-múslíma, Huthis. Árásin varð í borginni Rada.

Sjúkraliðar staðfestu að minnsta kosti 25 manns létu lífið í dag. 

Bandarísk yfirvöld líta á starfsemi al-Qaeda í Jemen, hættulegustu fylkingu al-Qaeda á Arabíuskaganum. Varnarmálaráðuneyti Jemen fordæmdi árásina og sagði að hún væri „framin af hugleysingjum.“

Hryðjuverkasamtökin eiga eftir að lýsa yfir ábyrgð á verknaðinum en í síðasta mánuði hét herforingi þeirra, Qassem al-Rimi að ráðast gegn skæruliðum sjíta-múslíma. 

„Við Huthis segjum við: undirbúið ykkur fyrir hrylling sem fær hár barnanna ykkar til að verða hvít,“ sagði hann. 

Mikil óvissa hefur ríkt í Jemen síðan að sjíta-skæruliðarnir náðu yfirráðum í höfuðborginni Sanaa 21. september. Huthis hafa síðan breitt úr sér í vestur- og mið-Jemen en hafa orðið fyrir hörðum árásum frá súnna ættbálkum og Al-Qaeda skæruliðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert