Herða refsiaðgerðir gegn Rússum

John Baird, utanríkisráðherra Kanada.
John Baird, utanríkisráðherra Kanada. AFP

Kanada tilkynnti í dag að það myndi herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar á Krímskaga. Tilkynningin kemur aðeins einum degi eftir að forseti Rússlands, Vladimir Pútin, kenndi þvingunum vesturlandanna um versnandi efnahagsástand heima fyrir. 

Utanríkisráðherra Kanada, John Baird, sagði á fréttamannafundi að ellefu Rússum og níu Úkraínumönnum yrði bætta á lista yfir þá sem þvinganirnar ná til. Einnig verða nýjar aðferðir notaðar sem koma niður á olíu- og námuiðnaðinum í Rússlandi.

Baird sagði á fundinum að hrun rúblunnar síðustu vikur ættu að vera nóg til að fá Pútín og stuðningsmenn hans til að stoppa. „Ef hann vill snúa efnahagnum við verður hann að fara út úr Úkraínu, skila Krímskaganum og virða alþjóðareglur,“ sagði Baird.

mbl.is

Bloggað um fréttina