Jólainnkaupin breytast í Rússlandi

Innfluttar vörur hafa hækkað um 50-70% í Rússlandi það sem af er ári, en lækkun rúblunnar gerir það að verkum að erfiðara er fyrir marga Rússa að kaupa erlendar neysluvörur sem áður þóttu sjálfsagður hlutur í kringum hátíðirnar.

Það sem af er ári hefur rúblan lækkað um rúmlega 50% gagnvart helstu gjaldmiðlum heims vegna lækkandi olíuverðs og viðskiptaþvingana vesturlanda gegn Rússlandi. Þetta hefur meðal annars mikil áhrif á ferðamynstur Rússa, en margir hafa hætt við ferðalög erlendis. Á sama tíma er uppbókað til staða innanlands þar sem hægt er að borga með rúblum, svo sem í Sotchi og á Krímskaganum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert