Þrælahald á norskum bílaþvottastöðvum

Frá Ósló
Frá Ósló AFP

Aðstæður á fjölmörgum bílaþvottastöðvum í Noregi minna helst á þrælakistur og þar þrífst mansal og annar ólöglegur innflutningur á vinnuafli. Samkvæmt frétt The Local og norska ríkisútvarpsins leiddu sameiginlega aðgerðir lögreglunnar, skattayfirvalda og stéttarfélaga í ljós að slíka ólöglega starfsemi var að finna á 90% þeirra bílaþvottastöðva sem voru rannsakaðar.

Rannsóknin hófst árið 2011 og átti aðeins að standa yfir í takmarkaðan tíma. En vegna þess sem fram hefur komið hefur verið ákveðið að halda starfinu áfram og baráttunni gegn slíkri þrælastarfsemi.

„Mansal, ólöglegir innflytjendur, starfsmenn án búsetu. Þetta er nútíma þrælahald,“ segir Knut-Morden Alvestads, sem kemur að rannsókninni á aðbúnaði starfsmanna. Á síðasta ári var 47 ólöglegum innflytjendum sem störfuðu á bílaþvottastöðvum í Ósló vísað úr landi. 

Erik Nilsen, sem er fulltrúi skattsins við rannsóknina segir að þessar ömurlegu aðstæður sem starfsmenn bílaþvottastöðva búi við stafi meðal annars af því hvað viðskiptavinir eru nískir þegar kemur að því að greiða fyrir slíka þjónustu.

Viðskiptavinirnir beri ábyrgð. „Þetta snýst ekki bara um starfsfólk sem býr og starfar við ömurlegar aðstæður - það er einhver á bak við þetta og græðir peninga. Ef eitthvað er of ódýrt til að geta verið satt þá er það væntanlega það,“ segir Nilsen í viðtali við The Local.

mbl.is

Bloggað um fréttina

4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra. (Kerruvagn) Vel með farinn. Tilboð óskast...Sím...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......