Biskup ók á hjólreiðamann og stakk af

Blómum hefur verið komið fyrir á staðnum þar sem Heather ...
Blómum hefur verið komið fyrir á staðnum þar sem Heather Cook ók á Tom Palermo með þeim afleiðingum að hann lést. AFP

Bandarískur biskup ók á hjólreiðamann í borginni Baltimore á laugardag og stakk af frá vettvangi. Biskupinn, Heather Cook, mætti aftur á vettvang 20 mínútum síðar til þess að „axla ábyrgð á því sem hún gerði,“ eins og segir í yfirlýsingu frá öðrum bandarískum biskup, Eugene Sutton.

Cook ók á Tom Palermo, 41 árs hjólreiðamann, sem lést af sárum sínum. „Sökum þess hvers eðlis slysið er og að það geti haft í för með sér að sakamál verði höfðað hefur Cook biskup verið gert að taka sér leyfi frá störfum,“ sagði í yfirlýsingunni.

Heather Cook er fyrsti kvenmaðurinn til að verða biskup innan bandarísku biskupakirkjunnar í maí á þessu ári. Hjólreiðasamtökin Bikemore hafa krafist þess að Cook verði ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér fangelsisdóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

þvottavél velsög handfræsari hjolbörur
hjolbörur þvottavel velsög handfræsari ódyrt 6633899...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...