Biskup ók á hjólreiðamann og stakk af

Blómum hefur verið komið fyrir á staðnum þar sem Heather ...
Blómum hefur verið komið fyrir á staðnum þar sem Heather Cook ók á Tom Palermo með þeim afleiðingum að hann lést. AFP

Bandarískur biskup ók á hjólreiðamann í borginni Baltimore á laugardag og stakk af frá vettvangi. Biskupinn, Heather Cook, mætti aftur á vettvang 20 mínútum síðar til þess að „axla ábyrgð á því sem hún gerði,“ eins og segir í yfirlýsingu frá öðrum bandarískum biskup, Eugene Sutton.

Cook ók á Tom Palermo, 41 árs hjólreiðamann, sem lést af sárum sínum. „Sökum þess hvers eðlis slysið er og að það geti haft í för með sér að sakamál verði höfðað hefur Cook biskup verið gert að taka sér leyfi frá störfum,“ sagði í yfirlýsingunni.

Heather Cook er fyrsti kvenmaðurinn til að verða biskup innan bandarísku biskupakirkjunnar í maí á þessu ári. Hjólreiðasamtökin Bikemore hafa krafist þess að Cook verði ákærð fyrir manndráp af gáleysi. Verði hún fundin sek á hún yfir höfði sér fangelsisdóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Vélbörur
Það er ekkert sem stoppar þennan nema klaufaskapur. Skoðaðu öll tækin á www.har...
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...