Tókst ekki að kjósa forseta

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, ræðir við blaðamenn.
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, ræðir við blaðamenn. AFP

Gríska þinginu mistókst í þriðja sinn að kjósa forseta í dag en ekki tókst að tryggja frambjóðanda ríkisstjórnarinnar þau 180 atkvæði í þinginu sem nauðsynleg eru til þess að ná kjöri.

Fram kemur í frétt AFP að þetta þýði að boða þurfi til nýrra þingkosninga en samkvæmt stjórnarskrá Grikklands þurfi að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga innan tíu daga komi þessi staða upp. Óttast er að nýjar kosningar þýði að róttækir flokkar fái aukið fylgi.

Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, hefur tilkynnt að kosningarnar fari fram 25. janúar. Hann færi á fund forseta landsins á morgun og legði fram þá tillögu sína. Alexis Tsipras, leiðtogi róttæka vinstriflokksins Syriza, hefur lýst því yfir að kosningarnar muni snúast um andstöðu við frekari aðhaldsaðgerðir í grísku efnahagslífi.

mbl.is
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Sultukrukkur, minibarflöskur...
Til sölu ..Ca 100 gler krukkur til sölu..Frekar litlar... Einnig ca 200 smáflös...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...