Sakar Andrés prins um nauðgun

Andrés prins.
Andrés prins. AFP

Kona heldur því nú fram að hún hafi nokkrum sinnum verið neydd til þess að stunda kynlíf með Andrési prins. Kom það í ljós er skjöl í tengslum við málsókn gegn bandarískum fjárfesti voru lögð fram. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa konuna í kynlífsánauð er hún var undir lögaldri.

Andrés prins er bróðir Karls Bretaprins og sonur Elísabetar drottningar. Dætur hans eru prinsessurnar Beatice og Eugenie. Hann var áður giftur Sarah Ferguson en þau skildu árið 1996.

Fleiri konur hafa stigið fram og ásakað fjárfestinn, sem heitir Jeffrey Epstein fyrir kynferðislega misnotkun og nauðganir. Árið 2008 var hann dæmdur fyrir falast eftir samræði við stúlku undir lögaldri.

The Independent segir frá þessu.

Konan hefur ekki enn komið undir nafni, en talið er að hún hafi verið 17 ára er misnotkunin og nauðganirnar áttu sér stað. Prinsinn er ekki nefndur á nafn í ákærunni og hefur ekki brugðist við ásökununum. Hann hefur áður neitað fyrir það að stunda kynlíf með ungum konum með hjálp Epstein.

Í ákærunni gegn Epstein kemur fram að stúlkan hafi verið neydd til þess að stunda kynlíf með prinsinum í London, New York og á einkaeyju Epstein í Karabíska hafinu. Þá var stúlkan undir lögaldri. 

Samkvæmt frétt The Independent neitað talsmaður Buckingham hallar að tjá sig um málið.

Frétt mbl.is: Vaxandi gagnrýni á Andrés prins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert