Eintök af Interview til Norður-Kóreu

Auglýsingaborði fyrir The Interview.
Auglýsingaborði fyrir The Interview. AFP

Baráttusamtök fyrir frjálsri Norður-Kóreu hyggjast senda hundrað þúsund eintök af bandarísku grínmyndinni The Interview þangað með blöðrum yfir landamærin frá Suður-Kóreu síðar í mánuðinum. Eintökin verða bæði á DVD mynddiskum og USB-lyklum. 

Um tuttugu þúsund flóttamenn frá Norður-Kóreu búa í Suður-Kóreu og segir Park Sang-Hak, sem flúði þaðan árið 1999, að allir með tölu hafi þeir séð The Interview, en hún fjallar um tvo blaðamenn sem reyna að ráða leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong-un, af dögum. Þeir skilji hins vegar ekki hvernig nokkrum manni geti fundist hún fyndin.

„Hvað mig varðar þá var þetta ekki grínmynd en frekar kinnhestur að sjá hvernig þeir gerðu grín að Kim Jong-Un,“ segir Park. Og þess vegna hyggst hann og samtökin senda eintök af myndinni yfir til Norður-Kóreu, þannig að íbúar landsins fái að sjá Kim í öðru ljósi en því sem þeir eru vanir. „Fyrir íbúa Norður-Kóreu jafnast þetta jafnvel á við að sjá Jesús sem spillt, siðblint illmenni. Það væri bara ekkert fyndið við það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Einstakt sumartilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 375.900,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...