Íslamski Svartiskóli Parísar

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq.
Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq. AFP

Franski rithöfundurinn Michel Houellebecq dregur í nýrri skáldsögu sinni upp mynd af Frakklandi árið 2022, þá undir stjórn fyrstu íslömsku ríkisstjórnar landsins. Bókin, Undirgefni, kemur út um miðja viku og er talið víst að hún muni hreyfa við mörgum, enda Houellebecq oft kenndur við hatur á Íslam.

Í bókinni vinnur stjórnamálaflokkurinn múslímska bræðralagið stórsigur í Frakklandi og endar það með því að konum er gert að hylja sig með blæjum og búrkum, Svartiskóli í París verður íslamskur og prófessorar við hann verða að gerast múslímar eða taka pokann sinn. 

Houellebecq hafnar því hins vegar að hann hafi skrifað bókina til þess að ögra. Landslagið í bókinni sé mjög óraunverulegt og atvik sögunnar gætu aldrei gerst á sjö árum, en jafnvel á næstu áratugum. „Fyrst af öllu - og þetta er erfitt að ímynda sér - þyrftu múslímar að þétta raðirnar og hætta að berjast innbyrðis,“ segir Houellebecq.

En hvað sem orðum höfundarins líður þá er ljóst að bókin mun skapa líflegar umræður í Frakklandi, og jafnvel víðar, um stöðu múslíma í Evrópu. „Þessi framtíðarmynd endurspeglar ótta höfundar en einnig samfélagsins,“ segir Franck Fregosi sem sérhæft hefur sig í stöðu Íslam í Evrópu. Hann bætir því við að víða sé Íslam notað sem blóraböggull fyrir allt það sem illa gengur, sérstaklega í Frakklandi.

Heimspekingurinn Alain Finkielkraut hrósaði Houellebecq í hástert fyrir að vera á varðbergi og láta ekki pólitískan rétttrúnað ógna í skrifum um Íslam.

Ný bók Houellebecq, Undigefni.
Ný bók Houellebecq, Undigefni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....