Varaði leyniþjónustan flugfélagið við?

AFP

Hollenskir sérfræðingar sem rannsaka tildrög þess að malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu í júlí vilja vita hvort leyniþjónusta Hollands hafi varað flugfélög sem flugu yfir landið á þessu svæði við.

298 manns létu lífið þegar vélin var skotin niður og voru Hollendingar í miklum meirihluta. Sérfræðingarnir vilja vita hvaða upplýsingar leyniþjónusta og öryggisþjónusta landsins höfðu og hvort þeim upplýsingum var deilt. Ef upplýsingunum var ekki deilt með flugfélögunum vill hópurinn vita af hverju svo var ekki.

Vélin var á leið frá Amsterdam í Hollandi til Kuala Lumpur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert