Staðgöngumæðurnar vilja forræði

Mál Gammy vakti töluverða athygli í ágúst í fyrra. Tælensk …
Mál Gammy vakti töluverða athygli í ágúst í fyrra. Tælensk kona gekk með hann fyrir hjón í Ástralíu. AFP

Staðgöngumæður níu barna sem nú eru í umsjón taílenskra yfirvalda hafa farið fram á að fá forræði yfir börnunum. Fyrst var greint frá málinu í ágúst í fyrra en þá kom í ljós að japanskur maður væri líffræðilegur faðir að minnsta kosti fimmtán barna í Taílandi.

Maðurinn yfirgaf landið eftir að málið komst upp. Óskað var eftir lífssýni úr manninum eftir að níu börn fundust í íbúð í Bangkok. Ólöglegt er að greiða konum fyrir að ganga með börn í landinu.

Börnin hafa verið í umsjón félagsmálayfirvalda síðastliðið hálft ár en mæður þeirra hafa fengið að heimsækja þau reglulega. Sex þeirra hafa nú farið fram á að fá börnin aftur og fá forræði yfir þeim. Lögregla telur að hver og ein þeirra hafi fengið 12.500 bandaríkjadali, eða rúmlega 1,6 milljónir íslenskra króna, fyrir að ganga með barn fyrir manninn.

Konurnar halda því meðal annars fram að yfirvöld hafi ekki séð fyrir þeim á fullnægjandi hátt. Ekki er útilokað að þær fái börnin aftur en þær munu meðal annars þurfa að sýna fram á að þær geti séð fyrir börnunum.

15 börn með staðgöngumæðrum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert