Meirihlutinn vill færri innflytjendur

AFP

Meira en helmingur íbúa Evrópuríkja vill minna flæði innflytjenda til landa sinna samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var af Gallup fyrir Alþjóðastofnun innflytjendamála (The International Organization for Migration).

Fram kemur í frétt AFP að staðan í Evrópu sé á skjön við það sem gerist í öðrum heimsálfum samkvæmt könnuninni. Þannig sögðust 52,1% telja að draga ætti úr flæði innflytjenda, 30,2% sögðust vilja óbreytt ástand og 7,5% vildu fleiri innflytjendur.

Mikill munur er þó á íbúum ríkja í Suður- og Norður-Evrópu. Meirihluti í skandinavísku ríkjunum vill þannig annað hvort óbreytt flæði innflytjenda eða fleiri innflytjendur en í Suður-Evrópu vildi meirihlutinn að dregið væri verulega úr í þeim efnum. 84% Grikkja vill færri innflytjendur, 67% Ítala, 56% Spánverja og 76% Maltverja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Ég skal selja fyrir þig!
Fasteignir óskast á söluskrá....