Grikkir ganga að kjörborðinu

Maður greiðir atkvæði í höfuðborginni Aþenu í morgun.
Maður greiðir atkvæði í höfuðborginni Aþenu í morgun. AFP

Kjörstaðir voru opnaðir i Grikklandi í morgun en útlit er fyrir að Syriza-flokkurinn gæti farið með sigur af hólmi. Hann vill semja aftur um skilmála neyðarlána landsins. Búist er við því að útgönguspár liggi fyrir um leið og kjörstöðum verður lokað kl. 17 að íslenskum tíma.

Um 9,8 milljónir Grikkja eru á kjörskrá í þingkosningunum sem fara fram í dag. Syriza var með 4% forskot á hinn Nýja lýðræðisflokk Antonis Samars forsætisráherra fyrir kjördag samkvæmt skoðanakönnunum.

Möguleikinn á sigri Syriza hefur vakið ótta um að Grikkir muni ekki standa í skilum á afborgunum lána sinna og að þeir hverfi úr evrusamstarfinu í kjölfarið.

Fyrri frétt mbl.is: Tímamótakosningar í Grikklandi

mbl.is

Bloggað um fréttina

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN, DANISH & SWEDISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA, DANSKA, SÆNSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA, SÆNSKA I, II, III, IV, V, VI: Starting dates...
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Bækur til sölu
Til sölu ýmsar áhugaverðar bækur um ættfræði og byggðasögu, þjóðsögur og ýmsan a...