Óhugnanlegt flug yfir Auschwitz

BBC birtir á youtuberás sinni myndband þar sem dróna er flogið yfir útrýmingarbúðirnar í Auschwitz, en í gær voru 70 ár frá því búðirnar voru frelsaðar. Búðirnar eru yfirgefnar, en rústir þeirra standa enn.

„Það er engin þýsk sjálfsmynd án Auschwitz,“ sagði forseti Þýskalands í ræðu sinni við minningarathöfn um fórnarlömb útrýmingarbúða nasista í seinni heimstyrjöldinni. Búðirnar hafa orðið minnisvarði um mannlega grimmd í seinni heimsstyrjöldinni.

70 ár frá frelsun Auschwitz

Engin þýsk sjálfsmynd án Auschwitz

Vissi ekki hvað hann hét

mbl.is