PEGIDA án leiðtoga

Kathrin Oertel á fjöldafundi Pegida um helgina.
Kathrin Oertel á fjöldafundi Pegida um helgina. EPA

Kathrin Oertel, sem tók við sem leiðtogi þýsku samtakanna PEGIDA í síðustu viku hefur nú sagt af sér. Aðeins er vika síðan að forveri hennar, Lutz Bachmann, sagði af sér eftir að myndir af honum birtust þar sem hann hafði brugðið sér í gervi Adolfs Hitlers.

Í frétt BBC kemur fram að fjórir aðrir áberandi meðlimir PEGIDA hafa jafnframt sagt af sér. Einn þeirra sagði í samtali við blaið Bild að þeir hafði sagt af sér útaf áhrifum Bachmann innan systurhreyfingarinnar í Leipzig, Legida. 

Þúsundir hafa gengist til liðs við PEGIDA en samtökin berjast gegn meint­um ís­lömsk­um áhrif­um í Evr­ópu. Samtökin hafa skipulagt fjöldafundi á fjölmörgum stöðum í Þýskalandi síðustu vikur, en þá helst í Dresden þar sem að hreyfingin varð til. 

Oertel hefur þó reynt að breyta PEGIDA þannig að hreyfingin höfði frekar til fjöldans. Hefur hún reynt að fjarlægast samtökin Legida, sem eru talin vera róttækari en PEGIDA. 

Samtökin hafa nú tjáð sig um afsögn Oertel á Facebook og segja fréttir fjölmiðla stórlega ýktar. 

„Staðreyndin er sú að Kathrin hefur sagt af sér tímabundið sem talskona samtakanna. Var það vegna fjölmargra fjandsamlegra skilaboða, hótanna og erfiðra aðstæðna þegar það kemur að ferli hennar,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Fyrri fréttir mbl.is

Þúsundir til liðs við öfgahreyfingu

PEGIDA skaðar ímynd Þýskalands

Hættir vegna Hitlers skeggsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert