Lífstíðardómur fyrir morðið á Yöru

Yara fannst látin á heimili sínu.
Yara fannst látin á heimili sínu. Skjáskot af Expressen.

Eiginkona móðurbróður Yöru hlaut í dag lífstíðardóm fyrir að myrða hana en eiginmaður hennar þarf að sitja sex ár í fangelsi. Saksóknari hafði farið fram á lífstíðardóm yfir hjónunum.

Líkt og mbl.is hefur áður greint frá voru örlög hinnar átta ára gömlu Yöru afar sorgleg. Móðurbróðir hennar sagði fyrir dómi að eiginkona hans bæri ein ábyrgð á dauða stúlkunnar en eiginkona sagði aftur á móti að hún hefði verið beitt ofbeldis utan heimilinu.

Heimili hjónanna bar þess ekki merki að þar ættu þrjú börn heimili. Eitt rúm var í íbúðinni, þrír sófar og þrjár dýnur. Utan um koddana voru ekki koddaver, utan um sængurnar voru ekki sængurver.

Yara lést í horni herbergis þar sem voru tvö straubretti, ryksuga, stóll úr plasti og ísskápur. Í herberginu fannst bæði blóð og hár úr Yöru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert