Er Strauss-Kahn einföld sál?

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, mun bera vitni í vændismáli í borginni Lille í Frakklandi. Hann er sakaður um að hafa átt aðild að starfsemi vændishrings ásamt 13 öðrum.

Liðsmenn Femen hreyfingarinnar létu til sín taka þegar Strauss-Kahn kom í dómshúsið í morgun, klifruðu berbrjósta á þak bifreiðar hans og létu hann heyra það. Ein þeirra var með ritað á brjóst sín: hórmang, kúnnar, sekt.

Strauss-Kahn hefur þrjá daga til þess að sannfæra dómara um að hann hafi ekki átt aðild að starfsemi vændishringsins sem greiddi vændiskonum fyrir að taka þátt í kynlífssvalli með honum auk fleiri kaupsýslumönnum í París, Brussel, og Washington. Ef Strauss-Kahn verður fundinn sekur þá á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisdóm.

Í gær sagði Mounia, sem starfaði áður sem vændiskona, við réttarhöldin að hún hafi verið sérstaklega valin fyrir Strauss-Kahn af einum af kaupsýslumönnunum sem héldu svallveislur fyrir hann.

„Kynmökin sem þú áttir að eiga voru við Dominique Strauss-Kahn?“ spurði Bernard Lemaire, sem fer fyrir dómurunum í málinu. „Já,“ svaraði Mounia og bætti við að það hafi verið David Roquet, sem hafi beðið hana um að reyna að gleðja þennan mann.

Gert er ráð fyrir því að Mounia og önnur vændiskona, Jade, muni vitna um að Strauss-Kahn hljóti að vera mjög einföld sál (naive) ef hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að þær voru atvinnumenn í faginu.

Le Parisien skrifar beint frá Lille

AFP
AFP
AFP
Liðsmenn Femen tóku á móti Dominique Strauss-Kahn við dómshúsið í …
Liðsmenn Femen tóku á móti Dominique Strauss-Kahn við dómshúsið í morgun. AFP
AFP
Dominique Strauss-Kahn boðinn velkominn í Lille
Dominique Strauss-Kahn boðinn velkominn í Lille AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert