Ekki ákærður fyrir „afbrigðilega“ hegðun

Teikning sem sýnir Dominique Strauss-Kahn við réttarhöldin í Lille.
Teikning sem sýnir Dominique Strauss-Kahn við réttarhöldin í Lille. AFP

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er ekki sáttur við að einblínt sé á kynlífshegðun hans í réttarhöldum sem fara nú fram í Lille í Frakklandi. Strauss-Kahn er sakaður um, ásamt 13 öðrum, aðild að  stór­felldu hór­mangi.

Strauss-Kahn er sakaður um að hafa aflað vændis­k­venna fyr­ir vænd­is­hring sem var starfrækt­ur á hót­eli í Lille.

Hann sagði að hann hefði ekki verið ákærður fyrir „afbrigðilega“ hegðun. 

Strauss-Kahn sagði ennfremur, að það væri fáránlegt að halda því fram, eins og fram hefði komið við réttarhöldin, að kynferðislegur áhugi hans, m.a. á sódómískum athöfnum, hefði leitt til þess að hann hefði leitað til vændiskvenna.

Annar dagur réttarhaldanna fór fram í dag. Þar var m.a. rætt um kynlífsveislur sem Strauss-Kahn sótti í París, Brussel og í Washington. Markmiðið er að reyna varpa ljósi á það hvort Strauss-Kahn hefði komið að því að afla vændiskvenna í veislurnar. 

Vændi er löglegt í Frakklandi. Hins vegar er refsivert að hvetja til eða koma að skipulagningu slíkrar starfsemi. Brotið gæti varðað allt að 10 ára fangelsi. 

Strauss-Kahn, sem er 65 ára gamall, og þótti um tíma líklegur sem næsti forseti Frakklands, neitar því að hann hafi vitað að konurnar sem voru í kynlífsveislunum hafi verið vændiskonur. Hann taldi að þær hefðu verið þarna af fúsum og frjálsum vilja.

Hann heldur því fram að það hefði fylgt því of mikil áhætta fyrir mann í hans stöðu að kaupa vændi, en hann benti á að hann hefði verið upptekinn við að bjarga heiminum frá fjármálahruni sem ætti sér engin fordæmi.

mbl.is
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...