Sammála um að þjálfa uppreisnarmenn

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkjamenn og Tyrkir undirrituðu samkomulag í dag um að þjálfa og vopna þúsundir hófsamra uppreisnarmanna í Sýrlandi í kjölfar viðræðna sem staðið hafa yfir í nokkrar vikur. 

Fram kemur í frétt AFP að þar með hafi lokið löngum viðræðum ríkjanna um það með hvernig ætti að standa að því að þjálfa uppreisnarmennina og á hvaða andstæðing ætti að leggja áherslu. Tyrknesk stjórnvöld vilja að uppreisnarmennirnir verði bæði þjálfaðir til að berjast gegn stjórnvöldum í Sýrlandi og hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Bandaríkjamenn vilja hins vegar að þjálfunin verði fyrst og fremst liður í baráttu þeirra gegn Ríki íslams.

Bandarísk stjórnvöld vonast til þess að þjálfunin geti hafist í mars þannig að uppreisnarmennirnir geti verið reiðubúnir til taka þátt í bardögum í lok ársins. Stefnt er að því að þjálfa yfir 5 þúsund sýrlenska uppreisnarmenn fyrsta árið og í heildina 15 þúsund manns á þriggja ára tímabili. Þjálfunin mun fara fram í tyrkneska bænum Kirsehir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
ORNIKA - TREGGING frá YEST
Þær eru komnar aftur, vinsælu ORNIKA treggingsbuxurnar frá YEST Vertu þú sjál...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Auglýsing
Tilkynningar
Auglýsing um framlagningu kjörskrár, til...