Mikið í húfi fyrir fundinn í dag

Wolfgang Schaeuble og Yanis Varoufakis hafa átt erfitt með að ...
Wolfgang Schaeuble og Yanis Varoufakis hafa átt erfitt með að ná saman, bæði efnislega og persónulega, að því er fregnir herma. AFP

Fjármálaráðherrar evruríkjanna undirbúa sig nú undir mikilvægan fund um þá alvarlegu stöðu sem upp er komin varðandi lánveitingar til Grikklands. Grikkir hafa lagt fram tillögu um sex mánaða lánaframlengingu, en henni hefur þegar verið hafnað af ráðamönnum í Þýskalandi.

Björgunarpakki Grikkja rennur út í lok mánaðar, en þeir hafa neitað að framlengja hann með þeim skilmálum sem honum fylgdu. Forsætisráðherrann Alexis Tsipras vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum vegna kosningaloforða um að binda enda á harkalega aðhaldsaðgerðir, og í dag mun gríska þingið greiða atkvæði um ýmis frumvörp sem ganga gegn skilmálum lána Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og framkvæmdastjórnar Evrópusambandins.

Talsmaður þýska fjármálaráðuneytisins sagði í gær að tillaga grískra stjórnvalda fæli ekki í sér raunverulega lausn. Seinna um daginn ræddi Tsipras við Angelu Merkel kanslara í síma. Starfsmaður innan gríska stjórnkerfisins sagði 50 mínútna samtalið hafa verið uppgyggilegt, en það hefði miðað að því að finna lausn sem væri hagfelld fyrir bæði Grikki og evrusvæðið.

Stjórnvöld vestanhafs hafa hvatt leiðtoga evruríkjanna og Grikklands að miðla málum. Fjármálaráðherrann Jack Lew ræddi við nokkra háttsett evrópska embættismenn í síma í gær.

Þá sögðu Ítalir frá því í gær að forsætisráðherrann Matteo Renzi hefði rætt við Tsipras og forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Junker, í gær.

Blaðamaður BBC í Aþenu segir að höfnun Þjóðverja á tillögu Grikkja hafi myndað gjá milli Berlínar og Brussel. Þá hefur BBC eftir hátt settum evrópskum embættismanni að erfiðleika í samskiptum mætti rekja til ólíkra persónuleika Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, og Yanis Varoufakis, fjármálaráðherra Grikklands, en fyrrnefndi felldi sig ekki við aðferðir síðarnefnda.

Í tillögu sinni heita Grikkir því að halda útgjöldum í jafnvægi um sex mánaða skeið, á meðan samningaviðræður standa yfir við lánadrottna. Tillagan uppfyllir ekki þau skilyrði sem fjármálaráðherrar evruríkjanna höfðu orðið ásáttir um á mánudag.

Skömmu áður en Þjóðverjar höfnuðu tillögunni, hafði talsmaður framkvæmdastjórnarinnar þó sagt að Juncker teldi hana jákvætt innlegg, sem gæti greitt leiðina fyrir málamiðlun.

Niðurstaða á fundi ráðherranna í dag þarf að vera samhljóða.

BBC sagði frá.

Það er komið að ögurstundu. Björgunarpakki Grikkja rennur út í ...
Það er komið að ögurstundu. Björgunarpakki Grikkja rennur út í lok mánaðar. Sérfræðingar segja líkurnar á því að Grikkir gangi úr evrusamstarfinu hafa aukist, en þó virðast aðilar beggja vegna borðsins staðráðnir í því að koma í veg fyrir svokallaðan Grexit. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...