Vilja bandamenn í Kísildalnum

Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. AFP

Franski innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve hitti í gær fulltrúa hátæknifyrirtækjanna Apple, Facebook, Google og Twitter þar sem ræddar voru leiðir til þess að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu framleiðslu þeirra til að koma áróðri sínum á framfæri.

Fram kemur í frétt AFP að Cazeneuve hafi sagt við fjölmiðla eftir fundinn að umræðurnar á honum hafi verið hreinskilnar og gagnlegar. Hugmyndin væri að koma á nánari tengslum við helstu fyrirtækin í Kísildal  (Silicon Valley) í Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem mörg helstu hátæknifyrirtæki heims eru með starfsemi, til þess að hægt yrði að stöðva eða svara áróðri hryðjuverkamanna á netinu með skjótvirkari hætti.

„Við viljum ekki þurfa að fara í gegnum hefðbundnar leiðir opinberra samskipta sem tekur alltof mikinn tíma. Það er mikilvægt að verið í beinum samskiptum,“ sagði ráðherrann. Hann hafi lagt áherslu á það á fundinum að hatursáróðri á netinu væri svarað til þess að vernda þá sem væru viðkvæmir fyrir slíkum málflutningi og koma í veg fyrir að þeir gengju í lið með hryðjuverkamönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...