Notaði vegabréf eldri systur sinnar

Stúlkurnar sjást hér á upptöku úr öryggismyndavél á Gatwick-flugvelli í …
Stúlkurnar sjást hér á upptöku úr öryggismyndavél á Gatwick-flugvelli í London á leið til Tyrklands. EPA

Shamima Begum, ein þriggja breskra skólastúlkna sem taldar eru hafa farið frá Bretlandi til Sýrlands, notaði vegabréf eldri systur sinnar þegar hún flaug frá Bretlandi til Tyrklands. Begum er 15 ára en eldri systir hennar er 17 ára.

Fjölskylda Begum sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hún er beðin um að hafa samband við þau og endurskoða ákvörðun sína.

„Sýrland er hættulegur staður og við viljum ekki að þú farir þangað. Hafðu samband við lögreglu, hún hjálpar þér að komast heim,“ sagði í yfirlýsingunni.

Fjölskyldan segist vita að Begum vilji garnan hjálpa þeim sem hún telur að þjáist í Sýrlandi en minnir á að hún geti einnig hjálpað heima, hún þurfi ekki að taka óþarfa áhættu.

„Gerðu það, ekki fara yfir landamærin. Gerðu það, komdu heim til okkar. Við mamma þín þurfa á þér á halda heima og erum mjög áhyggjufullt. Við erum ekki reið, við elskum þig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert