Hvar er Pútín?

Rússar eru farnir að sakna leiðtoga landsins enda hefur hann …
Rússar eru farnir að sakna leiðtoga landsins enda hefur hann ekki sést opinberlega í heila viku. AFP

Rússneska forsetaembættið neyddist til þess að upplýsa um það opinberlega í dag um að forseti landsins, Vladimír Pútín, væri við góða heilsu. Ástæðan er undrun þjóðarinnar um hvar Pútín væri eiginlega þar sem ekkert hafði sést til hans opinberlega í heila viku.

Síðast sást til Pútíns opinberlega þann 5. mars sl. þegar hann átti fund með forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi. Þegar Pútín aflýsti ferðalagi til Kazakstan í vikunni fór orðrómur strax af stað - eitthvað amaði að forsetanum. Enda rússneska þjóðin ekki vön því að þetta rúmlega sextuga heljarmenni taki sér frí frá störfum. 

Talsmaður Pútíns, Dmitrí Peskov, sagði í viðtali við útvarpsstöð í Moskvu í dag að engin ástæða sé fyrir landsmenn að hafa áhyggjur. Forsetinn sé við góða heilsu.

Aðspurður um fleiri fundi sem búist var við að Pútín myndi mæta á en lét ekki sjá sig á segir Peskov að Pútín hefði í nægu að snúast varðandi efnahagsmál landsins og sæti stöðugt á fundum vegna þess. Hins vegar fari margir þessara funda fram án vitundar fjölmiðla.

Peskov var þá spurður hvort handaband Pútíns væri jafn sterkt og áður svaraði hann hlægjandi: Hendi þín myndi brotna. Hann vildi samt sem áður ekki segja neitt um það hvenær þjóðin fengi að sjá forseta sinn í sjónvarpinu.

„Um leið og sólin brýst fram.. og vorangan kemur í loftið þá fer fólk að ímynda sér alls konar hluti,“ segir Peskov í viðtali við TASS.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert