Pútín mætti fölur á fundinn

Þessi mynd var tekin af Pútín í morgun.
Þessi mynd var tekin af Pútín í morgun. AFP

Vladimir Pútín kom fram opinberlega í fyrsta skipti í tíu daga í morgun þegar hann tók í hönd Almazbek Atambayev, forseta Kirgisistans, í Pétursborg. Samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar virtist forsetinn vera fölur.

Þjóðarleiðtogarnir tókust í hendur áður en fundurinn hófst. Margir hafa velt vöngum yfir heilsufari Pútíns en ekki er algengt að hann láti ekki sjá sig opinberlega í svona langan tíma.

Forsetinn var spurður um meint veikindi hans og svaraði hann einfaldlega: „Það væri leiðinlegt án slúðursins.“

Mætir Pútín á fundinn í dag?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert