Segir Mars One vera svikamyllu

Mars One-verkefnið vakti mikla athygli þegar það var kynnt fyrir ...
Mars One-verkefnið vakti mikla athygli þegar það var kynnt fyrir heiminum árið 2013. Líklega býr þó ekkert að baki yfirlýstum áformum þess. AFP

Einn þeirra hundrað umsækjenda sem sagðir eru koma til greina til að vera sendir til reikistjörnunnar Mars á vegum Mars One-verkefnisins segir að það sé líklega svikamylla sem hafi þátttakendurna að féþúfu.

Hollenska fyrirtækið Mars One tilkynnti um þau áform sína að senda fólk til Mars árið 2023. Þátttakendurnir myndu koma sér upp nýlendu á rauðu reikistjörnunni en ættu ekki afturkvæmt til jarðarinnar. Gera ætti raunveruleikaþátt um undirbúninginn og leiðangurinn.

Frá upphafi hafa menn haft miklar efasemdir um uppátækið. Mars One segir að 200.000 manns hafi sótt um að verða fyrir valinu en raunverulegur fjöldi þeirra sem sóttu um var innan við 3.000. 

Dr. Joseph Roche, prófessor í eðlis- og stjarneðlisfræði, segist aldrei hafa hitt neinn frá Mars One í persónu þrátt fyrir að hafa verið valinn úr því sem er sagður vera svo stór hópur umsækjenda. Þá séu þessir hundrað sem eftir standa metnir eftir fjölda stiga. Eina leiðin til að fá fleiri stig sé hins vegar að kaupa varning af fyrirtækinu eða leggja því til fé. Því geti sumir keypt sig fram fyrir í röðinni.

Þá eru þátttakendurnir beðnir um að gefa 75% af þeim greiðslum sem þeir fá fyrir að koma fram í viðtölum eða fjölmiðlum til fyrirtækisins. Þegar litið er til þess hversu gríðarlega fjármuni þarf til að senda menn til annarrar reikistjörnu þykir það vekja grunsemdir að fyrirtækið óski eftir slíkum smámunum.

Viðtal Medium við einn þátttakendanna í Mars One-verkefninu

mbl.is
Handlaug til sölu tilboð óskast
Ein handlaug ónotuð fæst fyrir lítið. uppl. 8691204....
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
110 fm sumarhús á Suðurlandi..
Sumarhús í Biskupstungum til sölu. Eru 2 hús, annað fullbúið og hitt með þrjú sé...
Einyrki-Launakerfi.Launaseðlar í Excel
Töflukerfi í MS-Excel fyrir Launaútreikn,Launaseðla, Skilagr RSK og Lífeyrissj. ...