Fuglaflensa greinist í Stokkhólmi

Tveir svanir fundust látnir í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar.
Tveir svanir fundust látnir í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Tveir svanir, sem fundust dauðir í Stokkhólmi, báru með sér afbrigði fuglaflensuveirunnar. Þetta staðfestir Landbúnaðarráð Svíþjóðar í dag. Niðurstöður rannsóknar þar í landi leiða líkur að því að svanirnir hafi líklega dáið af öðrum orsökum, en þeir báru þó með sér sama afbrigði og hefur sveimað með fuglum um Evrópu síðan í haust.

„Þessi fundur mun ekki hafa neinn viðbúnað í för með sér umfram það sem er nú þegar til staðar, en að sjálfsögðu munum við fylgjast með frekari þróun mála,“ segir Ingrid Eilertz hjá landbúnaðarráðinu í tilkynningu.

„Líkt og endranær þá er mikilvægt að fuglaræktendur hugi að hreinlæti og gæti þess að aðskilja sína ræktun frá villtum fuglum.

Lönd á borð við Þýskaland, Bretland, Ítalíu og Holland hafa þegar tilkynnt að afbrigðið, H5N8, hafi fundist í löndunum. Hefur afbrigðið leitt mikinn fjölda fugla í Asíu til dauða en hefur aldrei fundist í mönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert