Niðurstaða í máli Knox í dag

Knox og Sollecito segjast bæði saklaus en samkvæmt framburði þeirra …
Knox og Sollecito segjast bæði saklaus en samkvæmt framburði þeirra voru þau saman í annarri íbúð þegar Kerhcer var myrt. AFP

Hæstiréttur Ítalíu mun í dag taka fyrir mál Amöndu Knox og Rafaelle Sollecito. Þau voru dæmd í 28 ára og 25 ára fangelsi í janúar í fyrra fyrir morðið á hinni bresku Meredith Kercher í Perugia árið 2007 og er niðurstöðu Hæstaréttar að vænta í dag.

Know mun ekki mæta í dómssal í dag en það mun hinn þrítugi Sollecito aftur á móti gera. Fjölskylda Kercher mætir ekki í dag. Þau hafa sagt að þau vilji að Knox verði framseld til Ítalíu, muni Hæstiréttur staðfesta niðurstöðu héraðsdóms.

Knox sagði í fyrra að hún yrði „flóttamaður“, yrði hún fundin sek og myndi „sparka og öskra“ yrði hún flutt til Ítalíu.

Verður Knox framseld til Ítalíu?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert