Argentínuforseti saklaus

Kirchner hefur borið af sér allar sakir.
Kirchner hefur borið af sér allar sakir. AFP

Áfrýjunardómstóll í Argentínu hefur staðfest fyrri úrskurð um að forseti landsins, Cristina Kirchner, sé saklaus af því að hafa reynt að þagga niður aðild háttsettra leiðtoga í Íran að fjöldamorði á gyðingum í höfuðborg landsins, Buenos Aires, árið 1994.

Kirchner er sögð hafa viljað vingast við Írana til að fá hagstæðan samning um olíuviðskipti. Málið er geysilega umdeilt í Argentínu, ekki síst eftir að saksóknari sem rannsakaði ásakanir á hendur Kirchner fannst myrtur í íbúð sinni. 

Frétt mbl.is: Segir Nisman hafa verið myrtan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert