Ók viljandi á mann

Lögreglubíllinn ekur á manninn.
Lögreglubíllinn ekur á manninn. Skjáskot af Youtube

Lögreglumaður í Arizona ók á miklum hraða á mann sem lögreglan var að elta. Þetta sést á upptöku úr myndavél annars lögreglubíls. Maðurinn var vopnaður.

Á myndbandinu sést þegar maðurinn skýtur upp í loftið úr byssu sinni á göngu um götu í Tucson.

Aðeins stuttu síðar sést lögreglubíll koma á miklum hraða og aka manninn niður. Framrúða bílsins brotnaði við áreksturinn og maðurinn kastaðist upp í loftið.

Atvikið átti sér stað hinn 19. febrúar. Lögreglan segir, samkvæmt frétt Sky, að maðurinn sé grunaður um mörg afbrot, m.a. hafi hann stolið riffli úr verslun. Á mynbandinu, sem sumir miðlar hafa sýnt í fullri lengd, sést þegar hann hótar að skjóta sjálfan sig og heyra má lögreglumann hvetja hann til að gera það ekki. Í kjölfarið skýtur hann upp í loftið. Skömmu síðar kemur lögreglubíll úr annarri hátt og keyrir beint á manninn. 

Maðurinn sem ekið var á lifði áreksturinn af.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/jEWgc3E7gYs" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert