Íslendingar henda miklu af raftækjum

Ný skýrsla United Nations University (UNU) sýnir að mannkynið hefur aldrei áður hent meira af rafvörum í ruslið en árið 2014. Alls hentum við 41,8 milljónum tonna í ruslið sem var aukning um tvær milljónir tonna frá árinu áður.

Norðmenn eru sú þjóð sem hendir mest af rafvörum í ruslið eða 28,4 kg á hvern íbúa. Í næstu sætum á eftir koma Svisslendingar og í þriðja sæti eru Íslendingar með 26,1 kg.

Þjóðir Afríku eru þær sem henda minnst af rafvörum eða að meðaltali 1,7 kg á íbúa.

Í flokki rafvara eru ísskápar fyrirferðarmestir auk þvottavéla og annarra heimilistækja.

Virði rafvaranna sem grandað er hefði verið um 52 milljarðar Bandaríkjadala ef þær hefðu skilað sér í endurvinnslu. Þar af eru í rafvörunum um 300 tonn af gulli, sem samsvarar um 11 prósentum af heildarvinnslu gulls í heiminum árið 2013, samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...