Íslendingar henda miklu af raftækjum

Ný skýrsla United Nations University (UNU) sýnir að mannkynið hefur aldrei áður hent meira af rafvörum í ruslið en árið 2014. Alls hentum við 41,8 milljónum tonna í ruslið sem var aukning um tvær milljónir tonna frá árinu áður.

Norðmenn eru sú þjóð sem hendir mest af rafvörum í ruslið eða 28,4 kg á hvern íbúa. Í næstu sætum á eftir koma Svisslendingar og í þriðja sæti eru Íslendingar með 26,1 kg.

Þjóðir Afríku eru þær sem henda minnst af rafvörum eða að meðaltali 1,7 kg á íbúa.

Í flokki rafvara eru ísskápar fyrirferðarmestir auk þvottavéla og annarra heimilistækja.

Virði rafvaranna sem grandað er hefði verið um 52 milljarðar Bandaríkjadala ef þær hefðu skilað sér í endurvinnslu. Þar af eru í rafvörunum um 300 tonn af gulli, sem samsvarar um 11 prósentum af heildarvinnslu gulls í heiminum árið 2013, samkvæmt því sem kemur fram í skýrslunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...