Morsi dæmdur í 20 ára fangelsi

Dómstóll í Egyptalandi hefur dæmt fyrrverandi forseta landsins, Mohamed Morsi í 20 ára fangelsi vegna morða á mótmælendum í forsetatíð hans.

Þetta er fyrsti dómurinn sem hann fær en fleiri dómsmál gegn honum eru í farvatninu.

Morsi var hrakinn frá völdum af hernum í júlí árið 2013 í kjölfar fjölmenntra og tíðra mótmæla á götum úti. Stjórnvöld bönnuðu einnig stjórnmálaflokk hans, Íslamska bræðralagið og handtóku þúsundir stuðningsmanna hans.

Morsi og flokksfélagar hans eru sakaðir um að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að myrða blaðamann og forystumenn mótmælanna fyrir utan forsetahöllina síðla árs 2012.

Frétt BBC.

Mohamed Morsi í desember í fyrra.
Mohamed Morsi í desember í fyrra. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert