Svíþjóðardemókratar reka átta úr flokknum

Mattias Karlsson, starfandi leiðtogi Svíþjóðardemókrata.
Mattias Karlsson, starfandi leiðtogi Svíþjóðardemókrata. AFP

Átta félagar í þjóðernisflokknum Svíþjóðardemókratar verða væntanlega reknir úr flokknum, þar á meðal tveir leiðtogar ungliðahreyfingar flokksins. Þetta staðfestir þingflokksformaður flokksins, Mattias Karlsson. 

Ungliðarnir sem um ræðir eru Gustav Kasselstrand, stjórnarformaður og William Hahne, stjórnarmaður ungliðahreyfingarinnar SDU, eru til rannsóknar ásamt 20 öðrum af framkvæmdaráði flokksins.

Karlsson hefur Svíþjóðardemókrötum frá því formaður flokksins Jimmie Åkesson fór í sex mánaða veikindaleyfi. Hann staðfestir í viðtali við sænska sjónvarpið að ráðið hafi mælt með því að tvímenningarnir yrðu reknir úr flokknum. 

Ástæðan eru ummæli þeirra og tengsl við öfgahreyfingar. Þeir neita hins vegar að hætta formennsku og stjórnarsetu í ungliðahreyfingunni þrátt fyrir að þeir verði reknir úr sjálfum flokknum. 

Svíþjóðardemókratar eru þriðji stærsti flokkur Svíþjóðar á þingi en flokkurinn fékk 12,9% atkvæða í kosningunum síðasta haust. Tekist hefur verið á um það innan flokksins hvaða línu eigi að velja og er ungliðahreyfingin hallari undir þjóðernishyggju en sjálfur flokkurinn.

SVT

mbl.is